Steingerði sagt upp sem ritstjóra Vikunnar

Steingerður Steinarsdóttir.
Steingerður Steinarsdóttir. Ljósmynd/Facebook

Steingerði Steinarsdóttur, ritstjóra Vikunnar, hefur verið sagt upp störfum eftir að hafa gegnt stöðunni í tíu ár.

Aðspurð svarar Steingerður að uppsögnin hafi komið henni á óvart. „Ég átti ekki von á þessu,“ segir hún.

Hún fékk þær upplýsingar að ástæðan fyrir uppsögninni væru ákveðnar skipulagsbreytingar og breyttar áherslur varðandi ýmislegt tengt blaðinu. Þá býst hún við, án þess að það hafi verið beint sagt við hana, að einhver annar hafi hentað betur í starfið en hún.

Tækifæri fyrir eitthvað skemmtilegt

„Ég er ekki búin að ákveða neitt en ég ætla að líta á þetta sem tækifæri til að gera eitthvað stórskemmtilegt og það er margt sem mig langar að gera,“ svarar Steingerður spurð hvað taki við.

„Ég skil í mestu vinsemd við Birtíng og mér hefur liðið þar óskaplega vel og þetta hefur frábær tími og nú ætla ég bara að finna eitthvað nýtt og skemmtilegt að gera.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert