Um 10 milljóna króna tap af leiknum í kvöld

Leikurinn fer fram í Ólafssal Haukaheimilisins í Hafnarfirði
Leikurinn fer fram í Ólafssal Haukaheimilisins í Hafnarfirði mbl.is/Árni Sæberg

Lands­leik­ur­inn í kvöld kost­ar Körfuknatt­leiks­sam­band Íslands tólf til fjór­tán millj­ón­ir króna. 

Þetta staðfest­ir Hann­es S. Jóns­son, formaður KKÍ. Hann er bú­inn að vera í Ólafssal í dag að und­ir­búa leik­vang­inn fyr­ir kvöldið og ganga frá laus­um end­um. 

Upp­selt er á leik­inn sem hefst klukk­an átta. Tekj­ur af miðasölu telja tvær millj­ón­ir króna. Þá er aðeins heim­ilt að aug­lýsa styrkt­araðila á lands­leikj­um svo ekki fást nein­ar aug­lýs­inga­tekj­ur um­fram þá sam­starfs­samn­inga sem í gildi eru. 

Leik­ur­inn fer fram í Ólafssal Hauka­heim­il­is­ins í Hafnar­f­irði. „Ef við hefðum verið í Laug­ar­dals­höll­inni hefðum við kannski getað selt miða fyr­ir þrjár millj­ón­ir króna í viðbót, en það er bara pláss fyr­ir 700 áhorf­end­ur í Ólafssal.“

Fjór­ir frá FIBA í gæðaeft­ir­liti

Alþjóðakörfuknatt­leiks­sam­bandið, FIBA, sendi fjóra starfs­menn til lands­ins í aðdrag­anda leiks­ins til að hafa eft­ir­lit með und­ir­bún­ingi og um­gjörð. 

Hann­es seg­ir mikið álag vera á sam­band­inu vegna þeirra miklu krafna sem koma frá alþjóðaum­hverf­inu, og þætti rétt að rík­is­sjóður kæmi meira til móts við af­reksíþrótta­stefnu sér­sam­band­anna. 

„Við erum með fimm starfs­menn á skrif­stof­unni allt í allt. Minnsta körfuknatt­leiks­sam­bandið á Norður­lönd­un­um, á eft­ir okk­ur, er Nor­eg­ur þar sem starfs­fólk á skrif­stofu tel­ur þó sautján ein­stak­linga. Í Finn­landi eru starfs­menn á skrif­stofu fimm­tíu.“

Hann­es seg­ir að á Íslandi þurfi að eiga sér stað hug­ar­fars­breyt­ing gagn­vart íþrótta­hreyf­ing­unni. „Við þurf­um að setj­ast niður og ræða þetta af al­vöru. við þurf­um veru­lega hækk­un á rekstr­ar­fé í al­mennt starf sem og af­reks­starfið. Það eru orðnar það mikl­ar kröf­ur í tengsl­um við um­gjörðina, skýrslu­gjöf og fleira.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert