Andlát: Árni Gunnarsson fv. þingmaður

Árni Gunnarsson.
Árni Gunnarsson. Ljósmynd/Alþingi

Árni Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi þingmaður og fjöl­miðlamaður, lést aðfaranótt föstu­dags 82 ára að aldri. Hann fædd­ist á Ísaf­irði 14. apríl árið 1940 en for­eldr­ar hans voru Gunn­ar Stef­áns­son f. 24.3. 1915, d. 31.1 1951 full­trúi hjá Ferðaskrif­stofu rík­is­ins og Ásta Árna­dótt­ir f. 6.7 1911, d. 4.6. 2002 hús­móðir.

Árni lauk miðskóla­próf í Reykja­vík og stundaði síðan flugnám um tíma. Þá kynnti hann sér fjöl­miðla og blaðamennsku í Banda­ríkj­un­um.

Hann var blaðamaður við Alþýðublaðið og síðar frétta­stjóri 1959–1965, rit­stjóri 1976–1977 og 1985–1987. Þá var hann einnig fréttamaður og vara­f­rétta­stjóri við Rík­is­út­varpið 1965–1976 og frétta­stjóri um hríð. Árið 1976 var hann frétta­rit­stjóri Vís­is.

Hann var fréttamaður Rík­is­út­varps­ins á vett­vangi þegar eld­gos hófst í Heima­ey í janú­ar 1973 og skrifaði bók­ina Eld­gos í Eyj­um.

Árni stofnaði Útvarps­aug­lýs­ing­ar sf. ásamt öðrum og rak í rúmt ár. Þá starfaði hann á veg­um Hjálp­ar­stofn­un­ar kirkj­unn­ar árið 1985 við hjálp­ar­starf í Eþíóp­íu.

Hann var fram­kvæmda­stjóri hjá Slysa­varna­fé­lagi Íslands 1991–1992 og síðan fram­kvæmda­stjóri Heilsu­stofn­un­ar NLFÍ í Hvera­gerði.

Árni var í bæj­ar­stjórn Reykja­vík­ur 1970–1974 áður en hann var kjör­inn alþing­ismaður Norður­lands eystra árin 1978–1983. Árin 1987–1991 sat Árni á þingi fyr­ir Alþýðuflokk­inn. Hann var for­seti neðri deild­ar 1979 og 1989–1991.

Árni sinnti auk þessa marg­vís­leg­um öðrum störf­um og fé­lags­mál­um. Hann var meðal ann­ars formaður Starfs­manna­fé­lags Rík­is­út­varps­ins og Blaðamanna­fé­lags Íslands í nokk­ur ár, í stjórn Land­vernd­ar og í land­nýt­ing­ar­nefnd og rit­ari Alþýðuflokks­ins um ára­bil.

Eig­in­kona Árna er Hrefna Fil­ipp­us­dótt­ir, f. 30.1 1942) hús­móðir. Þau eiga sam­an dæt­urn­ar Sig­ríði Ástu, f. 1963 og Gunn­hildi, f. 1983.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert