Heyr, himna smiður í Hollywood

Árstíðir flytja Heyr, himna smiður í neðanjarðarlestarstöð.
Árstíðir flytja Heyr, himna smiður í neðanjarðarlestarstöð. Skjáskot/Youtube

Íslenski sálmurinn Heyr himna smiður eftir tónskáldið Þorkel Sigurbjörnsson er leikinn undir atriði í lokaþætti þriðju seríu af þáttaröðinni 911 Lone star. Um er að ræða þætti sem framleiddir eru í Bandaríkjunum af sjónvarpsstöðinni 20th Century Fox og hafa notið vaxandi vinsælda að undanförnu, en leikarinn Rob Lowe fer með aðalhlutverkið.

Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEF, segir það ekki koma á óvart að sálmurinn rati inn í þætti eða kvikmyndir.

Árið 2013 birti hljómsveitin Árstíðir myndband á Youtube af því þegar meðlimir hennar sungu Heyr, himna smiður, án undirspils, á neðanjarðarlestarstöð við aðdáun viðstaddra. Í dag hafa tæplega átta milljónir manna séð myndbandið. „Lagið varð í kjölfarið vinsælt í alls konar verkefni, sem leiddi til þess að erfingjar Þorkels sömdu við erlendan tónlistarforleggjara til að hjálpa til við leyfisveitinguna,“ segir Guðrún.

Dóttir Þorkels, Mist Barbara, var rétthafinn að laginu þar til hún samdi við breska forleggjarann Faber music, og var því ekki með í ráðum þegar veitt var leyfi fyrir notkun á laginu í umræddum þáttum. Hún segir það þó skemmtilegt að heyra hvernig lagið hefur öðlast nýtt líf.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag, laugardag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert