Nýja flugskýlið bókstaflega flýgur upp

Framkvæmdir við nýtt flugskýli Landhelgisgæslunnar (LHG) á Reykjavíkurflugvelli hafa gengið mjög vel. Húsið kemur frá verksmiðju Límtrés vírnets og verktakar hafa reist húsið á mettíma, að sögn Landhelgisgæslunnar.

Fyrsta sperran var reist 9. júní . Þremur vikum síðar er húsið farið að taka á sig mynd og klæðning þess komin vel á veg. Gert er ráð fyrir að þyrlur LHG geti farið í nýja flugskýlið þegar í ágúst.

Núverandi flugskýli LHG var byggt 1942 og er með öllu ófullnægjandi. Það uppfyllir t.d. ekki lágmarkskröfur um brunavarnir. Ráðist verður í gagngerar endurbætur á því. Áhersla er lögð á að ljúka þeim verkþætti fyrir haustið. Brýnt er að framkvæmdirnar gangi sem hraðast enda ekki boðlegt að björgunartæki þjóðarinnar séu saman í rými sem uppfyllir ekki kröfur um eldvarnir. Verðmæti tækjanna er um 20 milljarðar króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert