Erlend kona ók fram af grjótgarði í Neskaupstað með þeim afleiðingum að bíllinn hafnaði í sjónum.
Konan komst sjálf í land en óð aftur út í bílinn á meðan hann var að sökkva til þess að sækja dót sem í honum var að sögn sjónarvotta sem Ríkisútvarpið náði tali af.
Lögreglan kom stuttu síðar á vettvang og var konan flutt með sjúkrabíl til aðhlynningar. Að sögn lögreglu er í lagi með konuna.
Atvikið átti sér stað við bensínstöð Orkunnar í bænum þar sem hún ætlaði að skilja bílaleigubílinn eftir.
Fréttin hefur verið uppfærð.