Rósa með yfir tvær milljónir á mánuði

Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Ljósmynd/Hafnafjarðarbær

Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti ráðningarsamning við Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra á fundi bæjarráðs í gær.

Grunnlaun Rósu eru 1.247.787 krónur og að auki fær hún 50 tíma yfirvinnu greidda á mánuði, tæpar 650 þúsund krónur samkvæmt útreikningi Fréttablaðsins. Rósa fær einnig greitt 286.310 krónur fyrir störf sín sem bæjarfulltrúi og líka um 60 þúsund í ökutækjastyrk.

Heildarlaun bæjarstjórans eru þá rúmlega 2,2 milljónir, en að auki fær hún kostnað við síma og nettengingu greidda.

Viðreisn lagði til að á fundinum að laun bæjarstjóra fylgi launum almenns ráðherra, eða 1.826.273 krónur, og föst upphæð ökutækjastyrks yrði afnumin en í stað greitt eftir raunverulegum akstri bæjarstóra. Sú tillaga var felld af meirihlutanum á fundinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert