Vaxandi eftirlit við Ísland

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. mbl.is/Hallur Hallsson

„Mér vitanlega hefur engin niðurstaða komið sem gefur tilefni til að kalla eftir varanlegu herliði á Íslandi,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra, en hann á sæti í þjóðaröryggisráði ásamt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra. Hann segir það mál alltaf vera til skoðunar í þjóðaröryggisráði, eins og fram hafi komið, en um það sé ekkert meira að segja á þessari stundu. „Þetta er auðvitað alltaf bara mat sem fer fram í samvinnu við okkar bandalagsþjóðir en í dag liggur ekkert fyrir um það.“

Eftirlit við Ísland farið vaxandi

Ísland mun vinna áfram í þéttu samráði við bandalagsþjóðir sínar að sögn Jóns. Ef forsendur breytast verði skoðað að grípa til ráðstafana í samræmi við það.

Haft var eftir Baldri Þórhallssyni í Morgunblaðinu í gær að hann teldi Ísland í verulegri hættu ef átök breiddust út. „Það er ekki að ástæðulausu að bandalagsþjóðir okkar hafa sett allan sinn viðbúnað á hærra stig út af þeirri stöðu sem nú er uppi,“ segir Jón, inntur eftir viðbrögðum við þessu. Hann bendir á að það sé ekkert launungarmál að eftirlit í námunda við Ísland hafi farið vaxandi, einkum með aukinni loftrýmisgæslu, og telur ekki ástæðu til að ætla að sú þróun breytist. Þessi aukni viðbúnaður eigi sér samt stað um alla Evrópu, en til að mynda séu ýmsar bandalagsþjóðir að senda herlið til landa í austanverðri Evrópu.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert