Lilja er rauðhærðasti Íslendingurinn

Lilja Björk Sigurðardóttir.
Lilja Björk Sigurðardóttir. Ljósmynd/Akranes.is

Lilja Björk Sigurðardóttir vann titilinn rauðhærðasti Íslendingurinn árið 2022 á írskum dögum á Akranesi um helgina.

Keppnin var haldin í tuttugasta og þriðja skiptið og voru alls 40 einstaklingar skráðir til lands. Segir á vef Akraness að um sé að ræða metþátttöku í keppninni. Þess má geta að í fyrra voru keppendurnir 12 talsins.

Lilja sem er 22 ára frá Mosfellsbæ hlaut í verðlaun 40 þúsund króna gjafabréf frá Icelandair.

Þá kemur fram að Klettur Bjarni Pétursson Heiðdísarson hlaut annað sætið og Heiða Norðkvist það þriðja. Þau hlutu gjafabréf frá Frystihúsinu í verðlaun

Rauðhærðasti Íslendingurinn.
Rauðhærðasti Íslendingurinn. Ljósmynd/Akranes.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert