Man ekki eftir að slíkt hafi áður gerst

Viðureign Fylkismanna og Snæfellsness á N1 mótinu.
Viðureign Fylkismanna og Snæfellsness á N1 mótinu. Mbl.is/Margrét Þóra

„Í draumaheimi hefðu félögin rætt málin og spilað leikinn. Það hefði verið skemmtilegast fyrir alla, en það var því miður ekki hægt.“

Þetta segir Ágúst Stefánsson, einn mótsstjóri N1 mótsins, um atvik sem átti sér í gær, á lokadegi mótsins, þegar lið Þróttar mætti ekki til leiks gegn FH vegna framkomu Hafnfirðinganna í fyrri leik liðanna sem að sögn knattspyrnudeild Þróttar einkenndist af agaleysi og vanvirðingu gegn mótherjum.

Þjálfari Þróttar ásakaði mótsstjórn N1 mótsins um að hafa brugðist og að stjórnin hafi ekki tekið málið nógu föstum tökum. 

Mér finnst þetta vera rosalega sterk orð. Við skulum ekki gleyma því að þetta eru ellefu og tólf ára strákar sem eru að spila á mótinu og það er alls ekki eitthvað sem við viljum fara að gera, að banna einhverjum að spila eða senda lið af mótinu eins og einhverjir hafa nefnt sem lausn,“ segir Ágúst og bætir því við að þetta sé í fyrsta skipti sem hann man eftir að slíkt atvik hafi komið upp á mótinu.

Foreldrar hafi skánað í gegnum árin

„Umfram allt þá hefur gengið vel hjá okkur og ef það koma einhver ósætti upp þá höfum við yfirleitt náð að leysa það með báðum liðum. En því miður gekk það ekki núna.“

Aðspurður segir Ágúst að þrátt fyrir að hávær umræða hafi myndast á samfélagsmiðlum um hegðun foreldra á mótinu, þá séu það afskaplega fáir sem hagi sér svona og að þessir foreldrar verði að líta í eigin barm og taka ábyrgð á hegðun sinni.

N1-mótið á Akureyri er í hópi stærstu barnamóta í fótboltanum …
N1-mótið á Akureyri er í hópi stærstu barnamóta í fótboltanum hér á landi. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Mér finnst foreldrar vera að skána mikið með árunum en vissulega eru alltaf einhverjir sem hegða sér því miður ekki eins og þeir eiga að gera á barnamótum. Þessi atvik sem hafa ratað í fjölmiðla eru bara alls ekki þessu fólki sæmandi. Það verður að haga sér betur, en í stóru myndinni þá eru þetta afskaplega fá atvik miðað við fjöldann sem sækir mótið,“ segir Ágúst.

Hvernig gekk mótið?

„Það gekk ótrúlega vel, það voru litlar sem engar seinkanir á öllum völlum, þetta gekk bara eins og smurð vél og veðrið lék við okkur. Það rigndi ekki einn dropi meðan mótið var í gangi. Þetta var bara frábært.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert