Þrjár stórfelldar líkamsárásir í nótt

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls 87 mál voru skráð á tímabilinu 17.00 – 05.00 og gista átta í fangageymslu eftir nóttina. Tilkynnt var um tíu líkamsárásir, þar af þrjár meiriháttar/stórfelldar, að því er kemur fram í dagbók lögreglu.

Aðili var handtekinn í hverfi 105 vegna gruns um líkamsárás, sá var með fíkniefni í fórum sínum og var vistaður í fangageymslu. Tveir aðrir voru einnig handteknir vegna líkamsárásar í sama hverfi. Þá var einn handtekinn í hverfi 101 vegna líkamsárásar og annar í hverfi 112. Þeir gistu allir í fangageymslu.

Hnúajárn með hnífsblaði

Þá voru tveir aðilar grunaðir um þjófnað í hverfi 103 og var annar aðilinn kærður fyrir brot á vopnalögum en hann var með hnúajárn á sér með hnífsblaði.

Tilkynnt var um þjófnað úr geymslu í hverfi 220 og tvisvar um þjófnað í hverfi 101.

Fimm ökumenn voru teknir fyrir akstur undir áhrifum. Þrír voru sviptir ökuréttindum.

Þá var tilkynnt um rafhlauphjólaslys í hverfi 200.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert