Fólk fann styrk í hvert öðru í Jónshúsi

Jónshús er við Øster Voldgade 12 í Kaupmannahöfn.
Jónshús er við Øster Voldgade 12 í Kaupmannahöfn. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Það var fal­leg stund í Jóns­húsi í Kaup­manna­höfn í dag þegar Íslend­ing­ar komu sam­an og fundu styrk í hver öðrum með því að deila upp­lif­un­um sín­um af at­b­urðum gær­dags­ins. Þetta seg­ir séra Sig­fús Kristjáns­son í sam­tali við mbl.is um sam­komu Íslend­inga í opnu húsi í Jóns­húsi í Kaup­manna­höfn í dag.

Sendi­ráð Íslands í Kaup­manna­höfn bauð upp á opið hús fyr­ir Íslend­inga vegna skotárás­ar­inn­ar í versl­un­ar­miðstöðinni Field's í borg­inni í gær.

Opna húsið stóð frá tvö til sex að staðar­tíma í Kaup­manna­höfn í dag og var séra Sig­fús þar fólki til stuðnings. Séra Sig­fús er prest­ur í Íslenska söfnuðinum í Dan­mörku og vinn­ur þar að auki fyr­ir sendi­ráð Íslands í Dan­mörku.

Blanda af áfalli og ró

Að sögn Sig­fús­ar mættu á bil­inu 20 til 30 manns og seg­ir hann að fólk hafi fundið mik­inn styrk í hvert öðru. „Fólk talaði hvort við annað aðallega og sum­ir töluðu við mig. Þetta var aðallega hugsað þannig að fólk gæti hlotið styrk hvert af öðru,“ seg­ir Sig­fús um sam­kom­una sem hon­um fannst fal­leg stund.

Hann seg­ir að fólkið sem mætti hafi annað hvort verið inn í versl­un­ar­miðstöðinni Field's eða við hana þegar að skotárás­in átti sér stað og fólki því skilj­an­lega brugðið. Þeir sem mættu vörðu dágóðum tíma í Jóns­húsi að sögn Sig­fús­ar.

Spurður hvernig ásig­komu­lagi fólk hafi verið í þegar það kom á fund­inn seg­ir Sig­fús að um hafi verið að ræða blöndu af áfalli og ró. Hann seg­ir að fólki hafi sýni­lega verið mjög brugðið og því hafi það hjálpað því mikið að geta sagt frá sinni reynslu og heyra frá öðrum líka. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert