Lamdi sambýliskonu sína með kertastjaka

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur.

Karl­maður á fer­tugs­aldri, Björg­vin Sig­mar M. Ómars­son, hef­ur verið dæmd­ur í 18 mánaða fang­elsi fyr­ir stór­fellt brot í nánu sam­bandi, til­raun til hnífstungu­árás­ar og fjöl­mörg þjófnaðar­brot. Var maður­inn meðal ann­ars fund­inn sek­ur um að hafa veist að þáver­andi sam­býl­is­konu sinni með vegg­kerta­stjaka sem hann hafði stuttu áður rifið af vegg.

Maður­inn var dæmd­ur í Héraðsdómi Reykja­vík­ur fyr­ir brot gegn kon­unni í tvígang, ann­ars veg­ar í ág­úst 2019 og svo í júlí 2020. Taldi dóm­ur­inn að um brot í nánu sam­bandi væri að ræða þótt að þau væru ekki í skráðri sam­búð og þau væru ekki skráð með sam­eig­in­legt lög­heim­ili. Var meðal ann­ars horft til þess að þau hefðu verið kær­ustupar í nokk­urn tíma og að eign­ir þeirra væru á sama stað.

Fyrra brotið var í kjöl­far þess að þau höfðu bæði neytt kókaíns um kvöld eitt. Fóru þau út að ganga í Elliðaár­dal og missti kon­an þar meðal ann­ars meðvit­und vegna neysl­unn­ar, en til rysk­inga kom í íbúð þeirra eft­ir þetta. Vildi maður­inn meina að kon­an hefði fengið áverka þegar hún féll í jörðina og hann veitti henni skyndi­hjálp.

Áverka­vott­orð var hins veg­ar talið styðja frá­sögn kon­unn­ar og var í heild­ina ekki talið að áverk­arn­ir væru í sam­ræmi við þá lýs­ingu að hún hefði fengið þá við fallið. Þá var ekk­ert sem studdi um­mæli manns­ins um að hann hefði beitt neyðar­vörn þar sem kon­an hefði veist að hon­um. Var framb­urður þeirra beggja tal­inn stöðugur, en framb­urður kon­unn­ar trúðverðugri.

Í seinna brot­inu kom kon­an heim um kvöld og aft­ur kom til ósætt­is meðal fólks­ins. Viður­kenndi maður­inn að hann hefði sest ofan á hana og sett kodda fyr­ir vit henn­ar og hótað henni lík­ams­meiðing­um. Sagði hann hins veg­ar að það hefði verið gert til að stöðva hana í árás á sig.Þá kannaðist hann við að hafa rifið niður kerta­stjak­ann af veggn­um, en að hann hafi aðeins ætlað að hóta henni með hon­um. Sagðist hann jafn­framt hafa misst stjórn á sér og kastað stjak­an­um og að hann hafi óvart lent í læri kon­unn­ar.

Vin­ur kon­unn­ar fór með hana á bráðamót­töku og sam­kvæmt áverka­vott­orði var hún með út­breidda áverka og sam­rýmd­ist það end­ur­tekn­um högg­um um lík­amann og höggi í and­lit þannig að af hlaust nef­brot. Þá var talið að áverk­ar á fót­leggj­um gætu verið eft­ir kerta­stjaka.

Rétt­ar­meina­fræðing­ur vitnaði einnig um að áverk­arn­ir bentu til of­beld­is með kerta­stjak­an­um og að kon­an hefði verið tek­in kverka­taki, en ekki að kerta­stjak­an­um hefði verið beitt að höfði kon­unn­ar eins og hún hafði borið fyr­ir í skýrslu­töku hjá lög­reglu.

Töld­ust brot manns­ins því sönnuð, að öðru leyti en að hann hafi lamið kon­una í höfuðið með kerta­stjak­an­um. Þá naut hann einnig vaf­ans varðandi að hafa rifið í hár kon­unn­ar og að hafa potað í auga henn­ar, líkt og ákært var fyr­ir.

Maður­inn var einnig fund­inn sek­ur um til­raun til sér­stak­lega hættu­legr­ar lík­ams­árás­ar með því að hafa reynt að stinga ann­an mann við skemmti­stað í bæn­um. Sveiflaði hann þar hníf og urðu vitni að mál­inu.

Að lok­um játaði maður­inn þó nokk­ur þjófnaðar­brot. Sam­kvæmt saka­skrá hef­ur hann átt saka­fer­il frá ár­inu 2003, meðal ann­ars 10 mánaða dóm frá því í fyrra vegna end­ur­tek­inna lík­ams­árása og þjófnaðar.

Taldi dóm­ur­inn við hæfi að dæma mann­inn í 18 mánaða fang­elsi, en auk þess 8,3 millj­ón­ir í sak­ar­kostnað, meðal ann­ars 6,5 millj­ón­ir í mál­svarn­ar­laun sinna lög­manna. Þá var hon­um gert að greiða kon­unni 1,2 millj­ón­ir í bæt­ur og mann­in­um sem hann reyndi að stinga 800 þúsund.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert