Norðvestan hvassvirði á austanverðu landinu

Veðurspáin kl. 6.
Veðurspáin kl. 6. Kort/mbl.is

Í dag er spáð norðvestan 10 til 18 metrum á sekúndu um landið austanvert, hvassast við ströndina. Rigning verður norðan- og austanlands, en dregur smám saman úr úrkomu og síðar einnig vindi í dag.

Gular viðvaranir eru í gildi á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum og á Suðausturlandi. 

Fremur hæg vestlæg eða breytileg átt verður vestantil á landinu og léttskýjað á köflum sunnan- og vestanlands. Hiti verður á bilinu 5 til 10 stig norðaustanlands en annars 10 til 19 stig, hlýjast suðaustanlands.

Á  morgun verður fremur hæg breytileg átt, en norðvestan 5-10 m/s norðaustantil fram eftir degi. Skýjað verður og dálítil súld sunnan- og vestanlands, en annars skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Hiti breytist lítið.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert