Tilkynnt var um tilraun til ráns á veitingahúsi í miðbænum í gærkvöldi. Aðili var sagður hafa ógnað starfsfólki með hnífi. Hann var handtekinn stuttu síðar og vistaður í fangageymslu.
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst einnig tilkynning um að einhver væri að brjótast inn í bifreiðar í miðbæ Reykjavíkur. Lögreglan fór á vettvang og fannst maðurinn stuttu síðar.
Tilkynnt var um óðan mann í Grafarvogi sem var sagður öskrandi og ógnandi. Lögreglan fann manninn, sem þá var orðinn rólegur og ætlaði hann heim til að sofa úr sér.
Í Grafarvogi var einnig tilkynnt um ofurölvi mann. Hann gisti í fangageymslu vegna ástands.
Skráningarmerki voru sömuleiðis fjarlægð af sjö bifreiðum vegna trygginga og endurskoðunar.