Reyndi að brenna arfa en kveikti í klæðningu

Kalla þurfti til slökkviliðsins í dag vegna elds undir klæðningu …
Kalla þurfti til slökkviliðsins í dag vegna elds undir klæðningu á húsi. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Kalla þurfti til slökkvilið síðdeg­is í dag þegar eld­ur kviknaði und­ir klæðningu í húsi á höfuðborg­ar­svæðinu.

Eld­ur­inn kviknaði þegar íbúi í hús­inu var að reyna brenna burt arfa og ill­gresi með gas­lampa við húsið. 

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu þurfti að rífa tölu­vert af klæðning­unni af hús­inu til að kom­ast í glóðir. Seg­ir slökkviliðið að mik­il­vægt hafi verið að kom­ast í glóðina til að tryggja að eld­ur­inn myndi ekki kvikna að nýju eða dreifa sér um húsið.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá slökkviliðinu gekk vel að slökkva eld­inn og tók það ekki lang­an tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert