Safngripur í skúrnum

Gísli S. Eiríksson í BMW-sportbílnum árgerð 2003.
Gísli S. Eiríksson í BMW-sportbílnum árgerð 2003. mbl.is/Arnþór

Bíl­ar af öll­um stærðum og gerðum hafa verið líf og yndi Gísla S. Ei­ríks­son­ar frá því hann var barn. „Bíl­ar hafa alltaf fylgt mér, ég keypti fyrsta bíl minn með pabba sex mánuðum áður en ég fékk bíl­prófið 17 ára og síðan hef ég átt á þriðja hundrað bíla,“ seg­ir hann.

Um þess­ar mund­ir á BMW, tvennra dyra sport­bíll ár­gerð 2003 sem lít­ur út eins og nýr þótt nær tutt­ugu ára sé, hug hans all­an. „Hann er einn ör­fárra bíla á Íslandi með þetta út­lit,“ seg­ir hann hróðugur. Þau hjón­in hafi keypt bíl­inn á Spáni fyr­ir nokkr­um árum og flutt hann heim fyr­ir um þrem­ur árum. „Ég hef lítið þurft að gera fyr­ir hann enda er hann mjög fínn eins og hann er. BMW-bíl­ar eru enda vandaðir og ég kann vel við þá.“

Djásnið er með einka­núm­erið BMW Z4. „Núm­erið er í raun teg­und­in og því er það ekki venju­legt, en það er hluti dell­unn­ar. Ég hef áður verið með einka­núm­er en þetta er sér­stakt enda er bíll­inn sér­stak­ur.“

Unnið við bíla í ára­tugi

Gísli er húsa­smiður að mennt og starfaði sem slík­ur en eft­ir að hann slasaðist illa varð hann að fá sér aðra vinnu og hóf störf hjá bílaum­boðinu Bif­reiðum og land­búnaðar­vél­um, þar sem hann var deild­ar­stjóri í vara­hluta­deild og sá meðal ann­ars um að panta vara­hluti í bíla. „Ég ílengd­ist hjá B & L í 30 ár, ekki síst vegna þess að þar sner­ist allt um bíla og því skemmti­legt í vinn­unni.“

Fyrsti bíll­inn, sem Gísli keypti með föður sín­um, var Volkswagen Vari­ant, en rétt eft­ir að hann tók bíl­prófið fékk hann sér eig­in bíl. „Það var göm­ul Volkswagen-bjalla.“ Um ára­bil hef­ur hann keypt bíla, lagað þá sjálf­ur eða farið með þá á viður­kennd verk­stæði, ef þess hef­ur þurft, og síðan selt þá aft­ur. Lengi vel var hann einn í þessu en Gísli son­ur hans hef­ur verið með hon­um und­an­far­in ár.

Gísli legg­ur áherslu á að stússið við bíl­ana sé áhuga­mál. „Við höf­um alltaf lagt okk­ur fram við að hafa bíl­ana okk­ar í 100% lagi, höf­um gert frek­ar meira en minna fyr­ir þá.“ Hann bend­ir á að hann sé hætt­ur að vinna og gott sé að hafa svona verk­efni í þrönga bíl­skúrn­um, þar sem hann dundi sér oft í gryfj­unni. „Ég þekki marga bif­véla­virkja eft­ir að hafa unnið lengi í fag­inu og þegar mikið er að fer ég með bíl­ana á viður­kennd verk­stæði og læt laga það sem þarf að laga. Þetta er skemmti­legt áhuga­mál.“

Teg­und­irn­ar eru marg­ar og bíl­arn­ir enn fleiri sem hafa öðlast nýtt og betra líf í hönd­um Gísla. „Ég hef reynd­ar verið lítið í am­er­ísk­um bíl­um, því það er meira mál að laga þá en aðra bíla.“

Hann seg­ist sér­stak­lega hríf­ast af svo­kölluðum „spari­bíl­um“, sem séu oft­ar en ekki lítið keyrðir. „Sem bet­ur fer eru marg­ir sér­stak­ir bíl­ar til á Íslandi,“ seg­ir hann og snýr sér að sport­bíln­um sín­um. „Ég væri ör­ugg­lega meðlim­ur í Forn­bíla­klúbbn­um ef ég ætti nógu gaml­an bíl, en ég keyrði BMW-inn 153 kíló­metra árið 2020 og aðeins meira í fyrra. Hann er eig­in­lega bara safn­grip­ur í skúrn­um.“

Einkanúmerið BMW Z4 segir allt um tegundina.
Einka­núm­erið BMW Z4 seg­ir allt um teg­und­ina. mbl.is/​Arnþór
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert