Tilhæfulausar árásir vekja óhug

Blóm við verslunarmiðstöðina í Danmörku þar sem árásin átti sér …
Blóm við verslunarmiðstöðina í Danmörku þar sem árásin átti sér stað í gær. AFP

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sendir samúðarkveðjur til Sophie Hæstorp Anderson borgarstjóra í Kaupmannahöfn, fyrir hönd Reykjavíkur, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 

Það vekur óhug að tilhæfulausar árásir af þessu tagi eigi sér stað í samfélögum sem okkar sem byggð eru á trausti og umburðarlyndi. Tengsl borganna okkar eru sérlega sterk,“ segir þar. Hugur Reykvíkinga sé því hjá íbúum Kaupmannahafnar og þá sér í lagi þeim sem eru særðir eða syrgja ástvini sína.  

„Á tímum sem þessum er sérstaklega mikilvægt að treysta þessar sterku undirstöður, samhug og samvinnu á Norðurlöndunum,“ segir í lokin. 30 manns varð meint af í skotárás í verslunarmiðstöðinni Field's í gær og létust þar af þrír.

Dagur B. Eggertsson vottar borgarstjóra Kaupmannahafnar, Sophie Hæstorp Anderson, samúð …
Dagur B. Eggertsson vottar borgarstjóra Kaupmannahafnar, Sophie Hæstorp Anderson, samúð sína vegna skotárásarinnar í gær. Ljósmynd/Reykjavíkurborg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert