Umferðarkönnun hefst í dag

Borgarnes í Borgarbyggð.
Borgarnes í Borgarbyggð.

Vegagerðin ætlar að standa fyrir umferðarkönnun á hringveginum, sunnan og norðan við Borgarnes og á Snæfellsvegi vestan við húsnæði Loftorku, frá deginum í dag til ágústloka.

Könnunin er gerð með rafrænu myndavélaeftirliti þar sem tryggt er að öll gögn sem unnið er með séu ópersónugreinanleg, að því er segir í tilkynningu.

Könnunin stendur yfir alla daga, allan sólarhringinn.

Úr könnuninni fást upplýsingar um leiðaval ökumanna í kringum Borgarnes og samsetningu umferðar í létt- og þung ökutæki. Þessar upplýsingar munu nýtast við áætlanagerð fyrir hjáleið á hringveginum við Borgarnes.

Engin töf eða truflun verður á umferð af þessum sökum og verður ökumönnum gert aðvart með skiltum áður en þeir aka inn í það svæði sem verður vaktað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert