Vildu komast til Íslands eftir árásina

Þessi mynd var tekin af verslunarmiðstöðinni Field´s í gærkvöldi.
Þessi mynd var tekin af verslunarmiðstöðinni Field´s í gærkvöldi. AFP/Claus Bech

Haft hef­ur verið sam­band við borg­araþjón­ustu ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins út af fimm Íslend­ing­um í Kaup­manna­höfn í tengsl­um við skotárás­ina þar í borg í gær.

Fljót­lega eft­ir árás­ina sendi sendi­ráð Íslands í Kaup­manna­höfn út til­kynn­ingu á sam­fé­lags­miðla þar sem Íslend­ing­ar á vett­vangi voru hvatt­ir til að láta sína nán­ustu vita af sér og ef ástæða þótti, að hafa sam­band við borg­araþjón­ust­una.

AFP/Ó​laf­ur STEIN­AR GESTS­SON / Ritzau Scan­pix

Að sögn Sveins H. Guðmars­son­ar, upp­lýs­inga­full­trúa ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, óskuðu ein­hverj­ir eft­ir aðstoð við að kom­ast heim til Íslands á meðan aðrir óskuðu eft­ir því að fá áfalla­hjálp á ís­lensku. Allt þetta fólk var statt í versl­un­ar­miðstöðinni þegar árás­in var gerð.

Sendi­ráðsprest­ur sem starfar í sendi­ráði Íslands í Kaup­manna­höfn ann­ast áfalla­hjálp­ina.

Spurður út í fram­haldið seg­ir Sveinn: „Við höld­um áfram að fylgj­ast grannt með og erum til aðstoðar ef þess er þörf og fólk get­ur haft sam­band við okk­ur.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert