Bæði launafólk og topparnir þurfa að sýna ábyrgð

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir aðgerðir stjórnvalda takast á við verðbólguna …
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir aðgerðir stjórnvalda takast á við verðbólguna með því að verja tekjulægstu hópanna og boða aðhald í ríkisfjármálum á næsta ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Verðbólgan á Íslandi er að stóru leyti drifin áfram af húsnæðisverði og það orsakast ekki síst af framboðsskorti. Við erum núna að vinna að tillögum um það hvernig við getum tryggt húsnæðisöryggi og framboð fyrir alla þjóðfélagshópa.“

Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við mbl.is og tekur fram að húsnæðismarkaðinn sé langtímaverkefni.

Verðbólga er í hæstu hæðum á Íslandi og stýrivextir hafa tvívegis verið hækkaðir um heilt prósentustig á þessu ári. 

„Við fórum strax í aðgerðir til að takast á við verðbólguna með því að verja tekjulægstu hópanna, með því að hækka greiðslur almannatrygginga og hækka húsnæðisstuðninginn, sem nýtist sérstaklega þeim sem eru á leigumarkaði og barnabótaauka. Við erum með augun á tekjulægstu hópunum – að verja þau,“ segir Katrín.

Hraðari viðspyrna í ferðaþjónustu

„Um leið boðum við ákveðið aðhald í ríkisfjármálum á næsta ári, til að styðja við peningastefnuna þar sem vextir hafa verið hækkaðir. Svo er úrlausnarefni að ná góðum kjarasamningum og þar munu allir þurfa að sýna ábyrgð, ekki bara launafólk heldur líka atvinnurekendur og topparnir í atvinnulífinu.“

„Núna erum við að sjá hraðari viðspyrnu í ferðaþjónustunni en við áttum von á. Þetta sumar er greinilega að ganga vel og mikill áhugi ferðamanna að komast hingað til lands. Hvað varðar framtíðina hangir svo mikið á því hvað er að gerast í stríðsátökunum í Úkraínu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert