Björgunarsveitir kallaðar út vegna vélarvana báta

Landsbjörg að störfum
Landsbjörg að störfum

Björg­un­ar­sveit­ir sitt­hvoru meg­in við Húna­flóa voru kallaðar út í dag vegna vél­ar­vana strand­veiðibáta, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Slysa­varna­fé­lag­inu Lands­björg.

„Rétt upp úr há­degi kallaði Land­helg­is­gæsl­an út sveit­ir frá Hólma­vík og Drangs­nesi vegna vél­ar­vana báts sem var skammt frá landi vest­ur af Bjarn­ar­fjarðarnesi. Óskað var eft­ir björg­un­ar­bát­um á vett­vang en nærstadd­ur bát­ur kom hon­um til bjarg­ar og dró hann til hafn­ar, eft­ir að sá vél­ar­vana hafði kastað út akk­eri þar sem hann rak í átt að landi. Björg­un­ar­bát­ur­inn fylgdi þeim til hafn­ar,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

Þá kem­ur þar fram að fyr­ir stundu hafi björg­un­ar­skipið Hún­björg á Skaga­strönd verið kallað út og sent til móts við ann­an strand­veiðibát sem glím­ir við ein­hvers­kon­ar vél­ar­bil­un.

„Hann er stadd­ur um 20 sjó­míl­ur norðvest­ur af Skaga­strönd og því ekki tal­in mik­il hætta á ferðum.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert