Eldur kom upp í Elkem á Grundartanga

Elkem á Grundartanga.
Elkem á Grundartanga. mbl.is

Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar var kallað út vegna eldsvoða í Elkem á Grundartanga á þriðja tímanum í nótt.

Allt tiltækt slökkvilið var sent á vettvang.

Að sögn Jens Heiðars Ragnarssonar slökkviliðsstjóra fór betur en á horfðist, en eldurinn kom upp í ofnhúsi.

Starfsmenn verksmiðjunnar voru að mestu búnir að ráða niðurlögum eldsins þegar slökkviliðið kom á vettvang. Tryggðu slökkviliðsmenn vettvanginn í framhaldinu og verða þeir með öryggisvakt á svæðinu fram eftir morgni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert