Fært um allt Fjallabak syðra

Vegur F210 um Mælifellssand er meðal þeirra kafla sem opnaðir …
Vegur F210 um Mælifellssand er meðal þeirra kafla sem opnaðir voru í dag. mbl.is/RAX

Vega­gerðin hef­ur opnað fyr­ir um­ferð um alla vegi sem telj­ast til Fjalla­baks syðra og er það nú orðið fært áður en búið er að opna fyr­ir um­ferð um síðasta hluta Fjalla­baks nyrðra, í kring­um Eld­gjá.

Í dag opnaði Vega­gerðin veg F233 um Álfta­vatnakrók og þann hluta af vegi F210 sem fer um Mæli­fellssand (Snæ­býli-Emstr­ur). Þá er einnig opið um veg F232 sem jafn­an geng­ur und­ir nafn­inu Öldu­fells­leið.

Í til­kynn­ingu frá Vega­gerðinni seg­ir að beðið sé upp­lýs­inga um þann kafla á Fjalla­baki nyrðra og að Langa­sjó sem enn er lokaður.

Frek­ari upp­lýs­ing­ar um færð á fjall­veg­um má finna á vef Vega­gerðar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert