Heilsuhringur að klárast

Starfsmenn verktaka leggja þökur við svæðið.
Starfsmenn verktaka leggja þökur við svæðið. mbl.is/Helgi Bjarnason

Framkvæmdir við svokallaðan Heilsuhring við Kópavogstún í Kópavogi eru á lokastigi. Stefnt er að því stígurinn og tækin verði að mestu tilbúin næstkomandi fimmtudag þegar þúsundir ungra knattspyrnustúlkna mæta á Símamótið í Kópavogi enda gistir hluti þátttakenda og foreldra einmitt á Kópavogstúni.

Heilsuhringurinn hefur margfalda tengingu við hringi, að sögn Friðriks Baldurssonar garðyrkjustjóra Kópavogsbæjar. Í fyrsta lagi verður liðlega 900 metra stígur með áfangastöðum þar sem upphaf og lok verða við Lýðheilsu- og geðræktarhúsið á Kópavogstúni.

Í öðru lagi er settur upp hringur með ýmsum líkamsræktar- og leiktækjum fyrir börn og fullorðna. Í þriðja lagi vísar heitið til kvenfélagsins Hringsins sem byggði og rak Hressingarhælið sem nú hefur fengið nýtt hlutverk sem lýðheilsu- og geðræktarhús.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert