Lausir endar varðandi fyrirkomulag og rekstur

Setja á upp viðvörunarkerfi í Reynisfjöru.
Setja á upp viðvörunarkerfi í Reynisfjöru. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Viðvör­un­ar­kerfið fyr­ir Reyn­is­fjöru er að mestu til­búið en hnýta þarf um lausa enda er varða fyr­ir­komu­lag og rekst­ur. 

Þetta seg­ir G. Pét­ur Matth­ías­son, upp­lýs­inga­full­trúi Vega­gerðar­inn­ar. 

Hann hef­ur fulla trú á að kerfið verði sett upp í sum­ar en þorir þó ekki að segja til um hvort það verði á næstu dög­um eða vik­um. 

Útfærsla kerf­is­ins er á þá leið að viðvör­un­ar­fán­ar verða sett­ir upp auk blik­k­ljósa sem munu gefa ljós­merki þegar mest brim er í fjör­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert