Viðvörunarkerfið fyrir Reynisfjöru er að mestu tilbúið en hnýta þarf um lausa enda er varða fyrirkomulag og rekstur.
Þetta segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.
Hann hefur fulla trú á að kerfið verði sett upp í sumar en þorir þó ekki að segja til um hvort það verði á næstu dögum eða vikum.
Útfærsla kerfisins er á þá leið að viðvörunarfánar verða settir upp auk blikkljósa sem munu gefa ljósmerki þegar mest brim er í fjörunni.