Lengsta skipið á Akureyri

mbl.is/sisi

Lengsta skemmti­ferðaskip sem komið hef­ur til lands­ins var á Ak­ur­eyri á laug­ar­dag og verður í Reykja­vík í dag. Sky Princess er 330 metra langt skip, 140 þúsund tonn, farþegar eru um 2.500 og 1.350 manns í áhöfn. 

„Þetta er glæsi­legt skip og kom­um slíkra fylg­ir mikið líf í landi,“ seg­ir Pét­ur Ólafs­son hafn­ar­stjóri á Ak­ur­eyri. Heima­höfn Sky Princess er í Sout­hampt­on á Englandi þaðan sem siglt var til Nor­egs og svo Íslands í tólf daga túr. Skipið kem­ur aft­ur til Ak­ur­eyr­ar síðar í júlí.

Sky Princess er næst­stærsta skip sem komið hef­ur til Ak­ur­eyr­ar, veg­ur þó 20 þúsund tonn­um minna en MSC Mera­viglia, sem var á Ak­ur­eyri 2018. sbs@mbl.is

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert