Loka hluta Bústaðavegar

Malbikunarframkvæmdir standa yfir víða. Mynd úr safni.
Malbikunarframkvæmdir standa yfir víða. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert

Í kvöld og í nótt er stefnt að fræsa og mal­bika báðar ak­rein­ar á Bú­staðar­vegi í norðvest­ur átt að sögn Vega­gerðar­inn­ar. Veg­in­um verður lokað og há­marks­hraði lækkaður fram­hjá fram­kvæmda­svæðinu.

Viðeig­andi merk­ing­ar og hjá­leiðir verða sett­ar upp og er áætlað að fram­kvæmd­irn­ar standi frá kl. 19:00 í kvöld til kl. 07:00 í fyrra­málið.

Til viðbót­ar verða einnig fram­kvæmd­ir á strætóak­rein við Aktu Taktu í Garðabæ í átt að Kópa­vogi. Áætlað er að fram­kvæmd­irn­ar standi frá kl. 19:00 til kl. 23:00 í kvöld

Veg­far­end­ur eru beðnir um að virða merk­ing­ar og hraðatak­mark­an­ir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög ná­lægt akst­urs­braut­um að sögn Vega­gerðar­inn­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert