Í kvöld og í nótt er stefnt að fræsa og malbika báðar akreinar á Bústaðarvegi í norðvestur átt að sögn Vegagerðarinnar. Veginum verður lokað og hámarkshraði lækkaður framhjá framkvæmdasvæðinu.
Viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp og er áætlað að framkvæmdirnar standi frá kl. 19:00 í kvöld til kl. 07:00 í fyrramálið.
Til viðbótar verða einnig framkvæmdir á strætóakrein við Aktu Taktu í Garðabæ í átt að Kópavogi. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 19:00 til kl. 23:00 í kvöld
Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum að sögn Vegagerðarinnar.
Bústaðavegur: Þriðjudagskvöldið 5. júlí og aðfaranótt miðvikudagsins 6. júlí á frá kl. 19:00 til kl. 07:00 er stefnt á að fræsa og malbika báðar akreinar á Bústaðavegi í norðvestur átt. Veginum verður lokað og hámarkshraði lækkaður framhjá framkvæmdasvæðinu. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) July 5, 2022