Maðurinn sem lögreglan lýsti eftir fyrr í kvöld er fundinn heill á húfi.
Maðurinn hvarf frá heimili sínu í gær og lýsti lögreglan eftir honum upp úr sjö í kvöld en hann fannst á níunda tímanum.
Lögreglan sendir þakkir til allra þeirra sem hjálpuðu við leitina.