Reiðubúin að fullgilda NATO-samninga um aðild

Katrín segir Finnland og Svíþjóð öfluga málsvara lýðræðis, mannréttinda og …
Katrín segir Finnland og Svíþjóð öfluga málsvara lýðræðis, mannréttinda og félagslegra gilda. AFP

For­sæt­is­ráðherr­ar Dan­merk­ur, Íslands og Nor­egs segja í sam­eig­in­legri til­kynn­ingu að allt sé nú til reiðu til að lönd­in þrjú full­gildi samn­inga um aðild Finn­lands og Svíþjóðar að Atlants­hafs­banda­lag­inu.

Til­kynn­ing­in er gef­in út í kjöl­far þess að aðild­ar­samn­ing­ar Finn­lands og Svíþjóðar voru und­ir­ritaðir fyrr í dag.

„Ég styð aðild Finn­lands og Svíþjóðar að Atlants­hafs­banda­lag­inu. Finn­land og Svíþjóð eru öfl­ug­ir mál­svar­ar lýðræðis, mann­rétt­inda og fé­lags­legra gilda sem eru mik­il­væg sjón­ar­mið inn­an Atlants­hafs­banda­lags­ins,“ er haft eft­ir Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra í til­kynn­ingu á vef stjórn­ar­ráðsins. 

For­sæt­is­ráðherr­ar Dan­merk­ur, Íslands og Nor­egs gáfu einnig út sam­eig­in­lega yf­ir­lýs­ingu þann 16. maí, þar sem þeir ít­rekuðu stuðning við ákvörðun Finn­lands og Svíþjóðar að sækja um aðild að banda­lag­inu. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert