Samdráttur var í laxveiðinni 2021

Rennt fyrir lax.
Rennt fyrir lax. mbl.is/Einar Falur

Alls veiddist 36.461 lax á stöng hér í fyrra samkvæmt gögnum sem bárust til Hafrannsóknastofnunar. Það var 8.663 (19,2%) löxum minni veiði en 2020. Veiði jókst í ám á Reykjanesi (13,3%), Vesturlandi (7,4%) og Norðurlandi vestra (1,7%) frá árinu áður, en minni veiði var á Vestfjörðum, Norðurlandi eystra, Austfjörðum og Suðurlandi.

„Af veiddum löxum í stangveiði þá var 19.589 (53,7%) sleppt og heildarfjöldi landaðra laxa (afli) var 16.872 (46,3%). Af stangveiddum löxum voru 28.705 (78,7%) laxar með eins árs sjávardvöl (smálaxar) og 7.756 (21,3%) laxar með tveggja ára sjávardvöl eða lengri (stórlaxar). Alls var þyngd landaðra laxa (afli) í stangveiði 46.832 kg,“ segir í samantekt Hafrannsóknastofnunar.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert