Ský af brennisteinsvetni svífur yfir Reykjavík

Toppurinn sem sást á mælingum í morgun kemur væntanlega frá …
Toppurinn sem sást á mælingum í morgun kemur væntanlega frá jarðhitavirkjununum, annars vegar Hellisheiðarvirkjun og hins vegar Nesjavallavirkjun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Brenni­steinsvetni jókst skyndi­lega í and­rúms­loft­inu við Grens­ás­veg klukk­an tíu í morg­un og færðist hún svo yfir Lambhaga í Úlfarsár­dal um há­deg­is­bil.

Lítið er vitað um heilsu­fars­leg áhrif brenni­steinsvetn­is, en Þor­steinn Jó­hanns­son, sér­fræðing­ur í loft­meng­un­ar­mál­um hjá Um­hverf­is­stofn­un, seg­ir að ein­stak­ling­ar sem séu viðkvæm­ir fyr­ir vegna lungna­sjúk­dóma, kunni að finna fyr­ir meiri sjúk­dóms­ein­kenn­um við slík­ar aðstæður.

Þá fylgi brenni­steinsvetni líka sér­kenni­leg lykt sem sum­ir séu viðkvæm­ir fyr­ir. 

„Í mjög miklu magni get­ur þetta auðvitað verið lífs­hættu­legt, en það var ein­mitt bana­slys í Hell­is­heiðar­virkj­un fyr­ir ein­hverj­um árum þar sem menn fóru inn í rör sem leiddi brenni­steinsvetni. Þetta í dag er samt ekk­ert til að hafa áhyggj­ur af.“

Kem­ur frá jarðhita­virkj­un­um

Topp­ur­inn sem sást á mæl­ing­um í morg­un kem­ur vænt­an­lega frá jarðhita­virkj­un­un­um, ann­ars veg­ar Hell­is­heiðar­virkj­un og hins veg­ar Nesja­valla­virkj­un, að sögn Þor­steins.

„Þetta er greini­lega ekki mjög breið meng­un held­ur nokk­urra kíló­metra breiður meng­un­ar­geiri sem berst þangað með vindátt­inni. Þegar vind­ur­inn stend­ur beint upp á höfuðborg­ar­svæðið þá eiga til að mæl­ast svona topp­ar.“

Stefna á að dæla niður 95 pró­sent

Þor­steinn bend­ir á að Hell­is­heiðavirkj­un sé í dag að dæla meiri­hlut­an­um af brenni­steinsvetn­inu sem af geng­ur, niður í tveggja kíló­metra djúp­ar bor­hol­ur, og leit­ast þannig við að lág­marka meng­un. Stefnt er að því að ná hlut­fall­inu upp í 95 pró­sent fyr­ir árs­lok 2025. 

Sömu áform eru uppi hjá Nesja­valla­virkj­un, fyr­ir árið 2030, en Þor­steinn seg­ir að þar sé ekki um neina niður­dæl­ingu að ræða og því veru­leg­ar úr­bæt­ur á stutt­um tíma. 

„Ég er ekki viss um að það sé tækni­lega mögu­legt að dæla niður 100 pró­sent.“

Stytt­ir end­ing­ar­tíma raf­tækja

Þó lítið sé vitað um hin heilsu­fars­legu áhrif, seg­ir Þor­steinn að brenni­steinsvetni sé þekkt fyr­ir að hafa tals­verð áhrif á end­ing­ar­tíma raf­tækja.

„Þetta er hvarf­gjörn lof­teg­und sem hvarf­ast við málma eins og kop­ar og silf­ur, sem eru gjarn­an í raf­tækj­um. Þegar þessi efni hvarf­ast sam­an mynd­ast kop­ars­úlfíð eða silf­urs­úlfíð, sem leiða raf­magn ekki vel. Með ár­un­um mynd­ast svo súlfíðshúð sem get­ur valdið trufl­un á leiðni svo raf­magnið safn­ast upp og slær út á end­an­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert