Í dag er spáð breytilegri átt, 3 til 8 metrum á sekúndu, en norðvestan 8-13 m/s fram yfir hádegi við norðausturströndina. Skýjað verður að mestu og þurrt að kalla, en súld eða rigning á sunnanverðu landinu síðdegis.
Hægviðri verður á morgun og skýjað en úrkomulítið. Bjart verður með köflum á Norður- og Austurlandi. Fer að rigna suðvestanlands annað kvöld með vaxandi suðaustanátt.
Hiti verður víða á bilinu 10 til 15 stig.