Sóttu slasaðan sjómann á haf út

Sigmaður Landhelgisgæslunnar.
Sigmaður Landhelgisgæslunnar. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Landhelgisgæslan sótti slasaðan skipverja um 100 sjómílur suðvestur af Reykjanesi fyrr í dag, að því er kemur fram í tilkynningu.

Kemur fram að stjórnstöð gæslunnar hafi borist aðstoðarbeiðni frá erlendu skipi laust fyrir hádegi í dag en þar var óskað eftir aðstoð gæslunnar við að koma slasa skipverjanum undir læknishendur.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang og kom hún að skipinu um 70 sjömílur suðvestur af Reykjanesi. Sigmaður þyrlunnar seig um borð í skipið og mat ástand sjúklingsins og undirbjó fyrir hífingu.

Sjúklingurinn var síðan fluttur með sjúkrabíl á slysadeild en þyrlan lenti á Reykjavíkurflugvelli um hálfþrjú.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert