Sóttu slasaðan sjómann á haf út

Sigmaður Landhelgisgæslunnar.
Sigmaður Landhelgisgæslunnar. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Land­helg­is­gæsl­an sótti slasaðan skip­verja um 100 sjó­míl­ur suðvest­ur af Reykja­nesi fyrr í dag, að því er kem­ur fram í til­kynn­ingu.

Kem­ur fram að stjórn­stöð gæsl­unn­ar hafi borist aðstoðarbeiðni frá er­lendu skipi laust fyr­ir há­degi í dag en þar var óskað eft­ir aðstoð gæsl­unn­ar við að koma slasa skip­verj­an­um und­ir lækn­is­hend­ur.

Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar var send á vett­vang og kom hún að skip­inu um 70 sjömíl­ur suðvest­ur af Reykja­nesi. Sigmaður þyrlunn­ar seig um borð í skipið og mat ástand sjúk­lings­ins og und­ir­bjó fyr­ir híf­ingu.

Sjúk­ling­ur­inn var síðan flutt­ur með sjúkra­bíl á slysa­deild en þyrl­an lenti á Reykja­vík­ur­flug­velli um hálfþrjú.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert