„Þetta eru ekki lengur bara kindabyssur“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir vinnu þegar hafna á endurskoðun vopnalöggjafar …
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir vinnu þegar hafna á endurskoðun vopnalöggjafar á Íslandi. AFP

„Við viljum gera breytingar til að þrengja aðgengi að skotvopnum á Íslandi og það tengist líka breyttum tímum og tæknibreytingum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við mbl.is.

„Það sem við höfum áhyggjur af og höfum verið að vinna að, sú vinna hófst síðasta vetur, er endurskoðun á vopnalöggjöfinni. Við vitum að það eru mörg skotvopn á Íslandi. Það eru öðruvísi skotvopn sem eru núna meira í umferð en var áður fyrr, þetta eru ekki lengur bara kindabyssur. Það er verið að endurskoða vopnalöggjöfina undir forystu dómsmálaráðherra,“ segir Katrín.

Árásirnar nátengdar aðgengi að skotvopnum

„Það sem þarf líka að skoða er hvernig við erum að framfylgja núverandi löggjöf hvað varðar eftirlit og annað. Það er alveg ljóst að árásir eins og við höfum séð í Osló og í Kaupmannahöfn eru nátengdar aðgengi að skotvopnum. Ég tala nú ekki um öll þau skelfilegu atvik sem hafa átt sér stað í Bandaríkjunum,“ segir Katrín.

Hún telur að lögreglan hér á landi sé að reyna að fylgjast með eftir fremsta megni hvað varðar möguleg voðaverk.

„Við vitum að það þarf ekki nema einn einstakling til þess að geta valdið svona skelfilegum skaða. Þá eru margir samverkandi þættir og aðgengi að skotvopnum er eitt af þeim. Við höfum líka séð fólk valda ómældum skaða með eggvopnum,“ segir Katrín.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert