Í dag verður hæg breytileg átt, skýjað og sums staðar smásúld, en bjart með köflum á Norður- og Austurlandi. Hiti verður víða 10 til 16 stig.
Gengur í suðaustan 8-13 m/s í kvöld og nótt með rigningu, fyrst suðvestanlands.
Suðvestan og vestan 10-18 m/s verða á morgun. Rigning eða skúrir, en þurrt að mestu austanlands. Hiti verður á bilinu 10 til 20 stig, hlýjast á Austfjörðum.