Dómurinn féll Elkem í vil

Elkem á Grundartanga.
Elkem á Grundartanga. mbl.is

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur féllst í dag á kröfu járn­blendi­verk­smiðjunn­ar Elkem um að fella úr gildi úr­sk­urð rík­is­skatt­stjóra frá 9. júlí 2020 þar sem rík­is­skatt­stjóri ákvað að lækka fjár­hæð gjald­færðra vaxta í skatt­skil­um um u.þ.b. 160 millj­ón­ir ár­lega á ár­un­um 2015 til 2019.

Þannig voru mál með vexti að Elkem gaf út skulda­bréf í nóv­em­ber 2012 upp á um 1,8 millj­ón króna sem selt var til móður­fé­lags þess í Nor­egi í tengsl­um við svo­kallaða fjár­fest­ing­ar­leið Seðlabanka Íslands.

Ágrein­ing­ur reis um hvort Elkem gæti dregið vaxta­kostnaðinn af lán­inu frá tekju­skatts­stofni, en með úr­sk­urði 9. júlí 2020 ákvað rík­is­skatt­stjóri að hafna frá­drætti vaxt­anna.

Hafa al­mennt for­ræði á fjár­magns­skip­an sinni

Héraðsdóm­ur féllst ekki á að brotið hefði verið gegn rann­sókn­ar­reglu og meðal­hófs­reglu við rann­sókn máls­ins, eins og Elkem hélt fram, enda laut ágrein­ing­ur­inn fyrst og fremst að túlk­un á ákvæðum tekju­skattslaga, einkum 31. gr., 1. mgr. 57. gr. og ákvæði 57. gr. b.

Í dómn­um kom fram að með vís­an til þess að fé­lög í at­vinnu­rekstri hefðu al­mennt for­ræði á því hvernig þau kjósa að haga fjár­magns­skip­an sinni, þar með talið hvort fjár­magn beri rekst­ur­inn með eig­in fé eða láns­fé, var ekki fall­ist á að sýnt hefði verið fram á að beita ætti 1. mgr. 57. gr. lag­anna vegna út­gáfu skulda­bréfs­ins.

Fjár­hæðin skilaði sér í rekstr­artengd verk­efni

Þá féllst héraðsdóm­ur ekki held­ur á að frá­drátt­ur vaxt­anna ætti ekki að falla und­ir 31. gr. enda lagt til grund­vall­ar að láns­fjár­hæðin hefði skilað sér í rekstr­artengd verk­efni Elkem.

Skil­yrði áður­nefnd­ar 31. gr. tekju­skattslaga er að um sé að ræða kostnað sem gangi til að afla tekna, tryggja þær og halda þeim við. Ríkið hafði hins veg­ar hafnað því að óum­deilt væri að all­ar at­hafn­ir Elkem hefðu miðað að því.

Þvert á móti hafi málið, að mati rík­is­ins, snú­ist í grunda­vall­ar­atriðum um að Elkem hafi tekið þátt í viðskipt­um við tengda aðila sem höfðu það ekki að marka­miði af afla Elkem tekna, held­ur að móður­fé­lag Elkem gæti hagn­ast á viðskipt­um með gjald­eyri í gegn­um svo­kallaða seðlabanka­leið. Eins og áður kom fram féllst dóm­stóll­inn ekki á þessi rök. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert