„Eitthvað annað á bak við tjöldin“ sem stöðvaði Pfizer-tilraunina

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 2:18
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 2:18
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir seg­ir að hon­um þyki lík­legt að „eitt­hvað annað á bak við tjöld­in“ hafi valdið því að lyfjaris­inn og bólu­efna­fram­leiðand­inn Pfizer hafi ekki fall­ist á til­boð hans, Kára Stef­áns­son­ar for­stjóra Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar, og ís­lenskra stjórn­valda um alls­herj­ar bólu­setn­ingu með bólu­efni þeirra. 

„Þeir sögðu að það væri allt of lítið af smit­um á Íslandi en við sögðum; það skipt­ir ekki máli vegna þess að ef að þú bólu­set­ur alla þjóðina og svo opn­um við landið, og hleyp­um inn og fólk kem­ur hérna inn, þá fáum við smit­in og þá sjá­um við hvað ger­ist,“ seg­ir Þórólf­ur um rök­semda­færslu hans og Kára við lyfjaris­ann. 

Ein­hverj­ir kipptu í spott­ann

„Það gekk ekki upp. Ég held að það hafi líka verið eitt­hvað annað á bak við tjöld­in sem að við viss­um ekki um sem gerði það að verk­um. Það voru ein­hverj­ir aðilar sem að kipptu í spott­ann þannig að það varð ekk­ert úr þessu,“ seg­ir Þórólf­ur síðan og bæt­ir við að hann hafi ekk­ert fyr­ir sér í því en hafi haft það á til­finn­ing­unni. 

Þórólf­ur var gest­ur Karítas­ar Rík­h­arðsdótt­ur í Dag­mál­um þar sem hann ræddi yf­ir­vof­andi starfs­lok, fer­il­inn sem barna- og sótt­varna­lækn­ir og heims­far­ald­ur Covid-19 sem hann þreyt­ist ekki á að minna á að er ekki lokið.

Þátt­inn með Þórólfi má í heild sinni sjá hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert