„Eitthvað annað á bak við tjöldin“ sem stöðvaði Pfizer-tilraunina

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að honum þyki líklegt að „eitthvað annað á bak við tjöldin“ hafi valdið því að lyfjarisinn og bóluefnaframleiðandinn Pfizer hafi ekki fallist á tilboð hans, Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og íslenskra stjórnvalda um allsherjar bólusetningu með bóluefni þeirra. 

„Þeir sögðu að það væri allt of lítið af smitum á Íslandi en við sögðum; það skiptir ekki máli vegna þess að ef að þú bólusetur alla þjóðina og svo opnum við landið, og hleypum inn og fólk kemur hérna inn, þá fáum við smitin og þá sjáum við hvað gerist,“ segir Þórólfur um röksemdafærslu hans og Kára við lyfjarisann. 

Einhverjir kipptu í spottann

„Það gekk ekki upp. Ég held að það hafi líka verið eitthvað annað á bak við tjöldin sem að við vissum ekki um sem gerði það að verkum. Það voru einhverjir aðilar sem að kipptu í spottann þannig að það varð ekkert úr þessu,“ segir Þórólfur síðan og bætir við að hann hafi ekkert fyrir sér í því en hafi haft það á tilfinningunni. 

Þórólf­ur var gest­ur Karítas­ar Rík­h­arðsdótt­ur í Dag­mál­um þar sem hann ræddi yf­ir­vof­andi starfs­lok, fer­il­inn sem barna- og sótt­varna­lækn­ir og heims­far­ald­ur Covid-19 sem hann þreyt­ist ekki á að minna á að er ekki lokið.

Þátt­inn með Þórólfi má í heild sinni sjá hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert