Féll af hestbaki og björgunarsveitir á leiðinni

Bera þurfti konuna tvo kílómetra að sjúkrabíl.
Bera þurfti konuna tvo kílómetra að sjúkrabíl. Ljósmynd/Landsbjörg

Björg­un­ar­sveit­ir á Vest­ur­landi voru kallaðar út á fjórða tím­an­um í dag að göngu­leiðinni Síld­ar­manna­göt­um innst í Hval­f­irði.

Til­kynnt hafði verið um konu sem var hafði hrasað á göngu og gat ekki gengið að sjálfs­dáðum.

Kem­ur fram í til­kynn­ingu að hún hafi verið staðsett of­ar­lega í hlíðum fjalls­ins í um 400 m hæð og eru sjúkra­flutn­inga­menn og björg­un­ar­sveitar­fólk lögð af stað með hana niður göngu­leiðina í bör­um en bera þarf kon­una tæpa tvo kíló­metra að sjúkra­bíl.

Konan slasaðist er hún var að ganga Síldarmannagötur í Hvalfirði.
Kon­an slasaðist er hún var að ganga Síld­ar­manna­göt­ur í Hval­f­irði. Ljós­mynd/​Lands­björg

Sjúkra­bíll kemst ekki á vett­vang

Klukku­tíma eft­ir að út­kallið í Hval­f­irði barst voru björg­un­ar­sveit­ir á Snæ­fellsnesi kallaðar út í annað skiptið í dag, nú vegna konu sem féll af hest­baki í Löngu­fjöru.

Sjúkra­bíll kemst ekki á vett­vang og var því óskað eft­ir aðstoð björg­un­ar­sveita til að flytja hana. Seg­ir í til­kynn­ingu að viðbragðsaðilar séu rétt ókomn­ir í Löngu­fjör­ur. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert