Háannatíminn að byrja í Skaftafelli

Meirihluti gesta í Skaftafelli eru erlendir ferðamenn.
Meirihluti gesta í Skaftafelli eru erlendir ferðamenn. Ljósmynd/Brynjar Gauti

Blíðviðri er nú í Skafta­felli í Vatna­jök­ulsþjóðgarði og finn­ur Hrafn­hild­ur Ævars­dótt­ir, þjóðgarðsvörður í Skafta­felli, á sér að há­anna­tím­inn sé að hefjast. 

„Það er búin að vera mjög góð aðsókn. Gest­um hef­ur fjölgað hratt og það hef­ur gengið vel, síðan er blíðviðri núna svo marg­ir eru á tjaldsvæðinu,“ seg­ir hún.

Í Skafta­felli er boðið upp á tvær fræðslu­göng­ur á dag sem eru vin­sæl­ar hjá er­lend­um ferðamönn­um en þá er einnig viðvera við fræðslu­svæðið fyr­ir utan gesta­stof­una á morgn­ana.

Stutt­ar og auðveld­ar göngu­leiðir liggja að Svarta­fossi og Skafta­fells­jökli en þeir sem vilja ganga lengra geta farið í Morsár­dal, á Skafta­fells­heiði og á Krist­ín­art­inda. 

Hrafnhildur Ævarsdóttir.
Hrafn­hild­ur Ævars­dótt­ir. Ljós­mynd/​Aðsend

Allt frá skrám­um upp í al­var­leg at­vik

Ferðamenn sækja í göng­urn­ar og spurð hvort slys hafi orðið seg­ir Hrafn­hild­ur: 

„Já, það hef­ur komið upp fjöldi at­vika, misal­var­leg. Eðli máls­ins sam­kvæmt, það er fullt af ferðamönn­um hérna. Allt frá smá­vægi­leg­um skrám­um upp í al­var­leg at­vik.“

Björg­un­ar­sveit­in Kári er þó þjóðgarðinum til halds og trausts í suðri, auk Kyndils í austri. Þá er heilsu­gæsl­an á Suður­landi held­ur ekki langt und­an. 

Skafta­fellsþjóðgarður verður með ým­is­legt í gangi yfir versl­un­ar­manna­helg­ina: 

„Við verðum með gott ís­lenskt pró­gramm yfir versl­un­ar­manna­helg­ina, land­varðal­eik­ar, barna­stund­ir og annað. Við von­umst til þess að fá gott veður og fá Íslend­inga.“

Gestastofan í Skaftafelli.
Gesta­stof­an í Skafta­felli. Ljós­mynd/​Skafta­fellsþjóðgarður
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert