Iceland Airwaves og SAHARA Festival í eina sæng

SAHARA Festival og Iceland Airwaives munu sameina krafta sína í …
SAHARA Festival og Iceland Airwaives munu sameina krafta sína í ár. Ljósmynd/Aðsend

Ice­land Airwaves verður í ár hald­in í sam­starfi við markaðsráðstefn­una SA­HARA Festi­val sem fram fer sam­hliða tón­list­ar­hátíðinni í byrj­un nóv­em­ber. SA­HARA Festi­val er ráðstefna um sta­f­ræna markaðssetn­ingu sem hald­in var í fyrsta skipti í fyrra á veg­um aug­lýs­inga­stof­unn­ar SA­HARA, en þá voru fyr­ir­les­ar­ar frá fyr­ir­tækj­um eins og Nike, TikT­ok, Smirnoff og Spotify.

Miðinn gild­ir á tón­leika Airwaves

„Það gekk rosa vel í fyrra, við náðum að fylla Gamla Bíó, meira en 300 manns, þrátt fyr­ir ýms­ar leiðin­leg­ar tak­mark­an­ir, eins og þurfa að krefja alla gesti um nei­kvæð Covid-hraðpróf,“ er haft eft­ir Davíð Lúther Sig­urðar­syni, fram­kvæmda­stjóri SA­HARA, í til­kynn­ingu. Kveðst hann hæst­ánægður með sam­starfið við Ice­land Airwaves.

„Það var alltaf planið að tengja þessa viðburði sam­an, en svo þurfti nátt­úru­lega að af­lýsa Airwaves í fyrra,“ seg­ir hann einnig. 

Frá SAHARA Festival ráðstefnunni sem haldin var í fyrsta skipti …
Frá SA­HARA Festi­val ráðstefn­unni sem hald­in var í fyrsta skipti í fyrra. Ljós­mynd/​Aðsend

Davíð býst við tals­vert fleiri gest­um í ár og ráðstefn­an verður því hald­in í Silf­ur­bergs­sal Hörpu 3. nóv­em­ber, auk þess sem hald­in verður vinnu­stofa og loka­hóf á KEX Hostel. Þá er von er á enn fleiri fyr­ir­les­ur­um frá leiðandi ris­um í brans­an­um, en til­kynnt verður um á þá næstu vik­um.

„Við vilj­um líka hafa stemm­ing­una á SA­HARA Festi­val létta og í hátíðaranda, þannig þetta smellpass­ar al­veg. Miðinn á ráðstefn­una veit­ir líka aðgang að öll­um tón­leik­um hátíðar­inn­ar.“

Horfa til er­lendra fyr­ir­mynda

Ice­land Airwaves tón­list­ar­hátíðin fór síðast fram árið 2019 en hún féll niður síðustu tvö ár vegna heims­far­ald­urs­ins.

Ísleif­ur Þór­halls­son fram­kvæmda­stjóri hátíðar­inn­ar seg­ist í til­kynn­ingu vera spennt­ur fyr­ir sam­starf­inu við SA­HARA Festi­val.

„Þetta kom mjög vel út hjá þeim í fyrra. Nú þegar markaður­inn fyr­ir upp­tekna tónlist hef­ur færst nær al­farið yfir á streym­isveit­ur og aðra sta­f­ræna vett­vanga, skipt­ir markaðssetn­ing í gegn um net- og sam­fé­lags­miðla sí­fellt meira máli, fyr­ir tón­list­ar­menn og út­gáf­ur til að koma sér á fram­færi.“

Löng hefð sé líka fyr­ir svipuðu sam­starfi er­lend­is frá. „Við horf­um til hátíða eins og South By Sout­hwest í Aust­in í Texas, þar sem eru brans­aráðstefn­ur og fyr­ir­lestr­ar yfir dag­inn, og svo par­týstuð og tón­leik­ar á kvöld­in,“ seg­ir Ísleif­ur, en Ice­land Airwaves verður einnig með sína eig­in ráðstefnu 4. nóv­em­ber, dag­inn eft­ir SA­HARA Festi­val, þar sem stiklað verður á stóru í alþjóðlega tón­list­ar- og tón­leika­geir­an­um.

Meðal helstu lista­manna sem hafa verið bókaðir á Ice­land Airwaves í ár eru HAM, Metronomy, Reykja­vík­ur­dæt­ur, Gugus­ar og Flott.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert