Iða Marsibil nýr sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps

Iða Marsibil Jónsdóttir.
Iða Marsibil Jónsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Sveit­ar­stjórn Gríms­nes- og Grafn­ings­hrepps samþykkti sam­hljóða á fundi sín­um í morg­un að ráða Iðu Marsi­bil Jóns­dótt­ur í starf sveit­ar­stjóra.

„Iða hef­ur und­an­far­in ár starfað sem mannauðs- og skrif­stofu­stjóri hjá Arn­ar­laxi og tekið virk­an þátt í mik­illi upp­bygg­ingu fyr­ir­tæk­is­ins á Vest­fjörðum. Kjör­tíma­bilið 2018 – 2022 gengdi Iða embætti for­seta bæj­ar­stjórn­ar Vest­ur­byggðar og hef­ur því góða inn­sýn inn í stjórn­sýslu sveit­ar­stjórn­ar­mála.

Iða er viðskipta­fræðing­ur að mennt og legg­ur stund á MBA-nám við Há­skól­ann í Reykja­vík,“ að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá sveit­ar­fé­lag­inu. 

Iða mun hefja störf þann 25. júlí.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert