Klapp liggur niðri

Stigið inn í strætó.
Stigið inn í strætó. mbl.is/Árni Sæberg

Klapp-appið, sem Strætó bs. lét koma á fót til að búa til nýja greiðslu­leið fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höfuðborg­ar­svæðinu, ligg­ur niðri.

Frá þessu er greint á vef byggðasam­lags­ins. Seg­ir þar að í nótt hafi Klapp-greiðslu­kerfið verið upp­fært, sem leitt hafi til þess að teng­ing rofnaði.

„Það er í al­gör­um for­gangi að koma þessu í lag,“ seg­ir svo á vefn­um.

Lítið klappað fyr­ir Klapp­inu

Vagn­stjór­ar eru sagðir vita af ástand­inu. Þá er einnig full­yrt að þeir muni bjóða viðskipta­vini vel­komna á meðan unnið sé að lag­fær­ingu.

Klapp-appið hef­ur mátt sæta mjög mik­illi gagn­rýni eft­ir að það fór í loftið, meðal ann­ars vegna tíðra bil­ana í sím­um viðskipta­vina og hæga­gangs við inn­göngu farþega í stræt­is­vagn­ana. Mörg­um hef­ur þótt til­vilj­ana­kennt hvort appið virki hverju sinni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert