Lægðardrag yfir eða í grennd við landið út júlí

Ekki er von evrópskri hitabylgju til landsisn í júlí samkvæmt …
Ekki er von evrópskri hitabylgju til landsisn í júlí samkvæmt Bliku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Al­veg sama hvaða spár eru skoðaðar, við virðumst ætla að fest­ast hér með lægðardrag yfir eða í grennd við landið út júlí,“ seg­ir í nýj­ustu og miður upp­lífg­andi færsl­unni á Bliku, sem veður­fræðing­ur­inn Ein­ar Svein­björns­son held­ur úti.

„Í það minnsta vott­ar ekki fyr­ir hæðinni góðu á milli Íslands og Nor­egs, þeirri þaul­setnu í fyrra­sum­ar,“ held­ur grein­ing hans áfram. 

Í færsl­unni má sjá spá­kort úr fjög­urra vikna spá Evr­ópsku reikni­miðstöðvar­inn­ar frá því á mánu­dags­kvöld.

„Það fyrra er safn­spá [fyr­ir vik­una] 17. til 24. júlí. Fjór­ir klas­ar eru markverðir (en ekki þess­ir rauðu tveir í miðjunni). Þeir sýna mis­jafn­lega mikla lægðarsveigju yfir land­inu. Hef­ur í för með sér far lægða og tíð úr­komu­svæði sem koma úr suðvestri. Reynd­ar eru tals­verðar lík­ur sam­kvæmt þessu á N-átt­um (Reg1+Reg6),“ seg­ir um fyrri safn­spána hér að neðan. 

Mynd/​Blika

„[Sú seinni] sýn­ir spá um frá­vik hita síðustu vik­una í júlí. Hit­inn á mest öllu norðan­verðu Atlants­haf­inu líður fyr­ir hringrás­ina og svalt loftið sem henni fylg­ir. Kortið á samt ekki að túlka þetta langt fram í tím­ann of bók­staf­lega fyr­ir sjálft landið. Mun­ur á milli lands­hluta hef­ur þannig líka til­hneig­ingu til að „fletj­ast út“.“

Mynd/​Blika



mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert