Lyngbobbi berar sig á götum borgarinnar

Lyngbobbi.
Lyngbobbi. Ljósmynd/Erling Ólafsson

Óvenju­mik­ill fjöldi lyng­bobba hef­ur verið á ferðinni í görðum og með gang­stíg­um á höfuðborg­ar­svæðinu í sum­ar. Frá þessu grein­ir Erl­ing Ólafs­son skor­dýra­fræðing­ur á Face­book-síðunni Heim­ur smá­dýr­anna.

„Marg­ir sjá þessa stóru snigla í rauðbrún­um kuðungs­hús­um sín­um meðal ann­ars skríðandi yfir mal­bikaða göngu- og hjóla­stíga og jafn­vel sem kless­ur und­an dekkj­um reiðhjóla. Þegar stigið er út í þétt­vax­inn gróður­inn má stund­um heyra marr und­an skósól­um þegar kuðung­ar bresta, slík­ur er fjöld­inn sums staðar,“ rit­ar Erl­ing m.a. á síðu sína. Hann rifjar upp að um síðustu alda­mót hafi lyng­bobb­ar fyrst fund­ist í höfuðborg­inni. Þeim hafi fljót­lega fjölgað og þeir dreifst um víðan völl. En fjöld­inn í sum­ar sé engu lagi lík­ur.

„Lyng­bobb­inn þykir ekki au­fúsu­gest­ur í görðum okk­ar því hann er tölu­vert át­vagl og skaðar garðagróður­inn, að sjálf­sögðu því meir sem fjöldi snigla verður meiri,“ seg­ir Erl­ing en lyng­bobb­inn hef­ur lengi verið land­læg­ur á Aust­ur­landi. Land­nám hans syðra sé hins­veg­ar af inn­flutt­um toga og þar séu snigl­arn­ir mun stærri en þeir aust­ur­lensku. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert