Skipulagsnefnd Skorradalshrepps leggur til að umsókn Skógræktarinnar um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar á tveimur jörðum í hreppnum verði synjað. Skipulagsfulltrúi sveitarfélagsins hefur stöðvað þrjár framkvæmdir Skógræktarinnar, svokallaðar óleyfisframkvæmdir. Skógræktin taldi sér heimilt að ráðast í framkvæmdina, eins og komið hefur fram. Afgreiðsla skipulagsnefndar verður lögð fyrir fund hreppsnefndar í dag.
Skipulagsfulltrúi Skorradalshrepps stöðvaði í byrjun síðasta mánaðar lagningu vinnuslóða Skógræktarinnar í hlíðum Dragafells og plægingu votlendis í landi sömu jarðar, Stóru-Drageyrar, sem var einnig talin gerð í óleyfi. Síðar í mánuðinum var plöntun birkis í landi Bakkakots í Botnsheiði stöðvuð. Allar framkvæmdirnar eru taldar óleyfisframkvæmdir. Talsmenn Skógræktarinnar töldu sér heimilt að ráðast í þessar framkvæmdir á landi sem þeir hafa yfirráð yfir.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.