Nýtt laugarhús tekið í notkun við friðaða sundlaug

Hreppslaug fékk andlitslyfingu um leið og nýtt laugarhús var byggt.
Hreppslaug fékk andlitslyfingu um leið og nýtt laugarhús var byggt. mbl.is/Pétur Davíðsson

Nýtt laug­ar­hús við Hrepps­laug í Borg­ar­f­irði, Lauga­búð, var form­lega tekið í notk­un í gær og sund­laug­in opnuð aft­ur. For­seti Íslands, Guðni Th. Jó­hann­es­son, vígði húsið en hann var á ferð um Skorra­dal.

Hrepps­laug var byggð í landi Efra-Hrepps í Skorra­dals­hreppi á ár­un­um 1928-1929 af Ung­menna­fé­lag­inu Íslend­ingi. Sig­urður Björns­son sem verið hafði yf­ir­smiður við bygg­ingu Hvítár­brú­ar­inn­ar hannaði mann­virkið og smíðaði. Sund­laug­in var aðalsund­laug Borg­ar­fjarðar um ára­bil. Hrepps­laug er tal­in óvenju­legt stein­steypu­mann­virki og var friðuð á ár­inu 2014. Henni má því ekki breyta.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhjúpaði skjöld til minningar um …
Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, af­hjúpaði skjöld til minn­ing­ar um bygg­ingu Lauga­búðar. mbl.is/​Pét­ur Davíðsson

Mik­il fram­kvæmd

Aft­ur á móti var laug­ar­skúr­inn sem kallaður var Laug­ar­búð orðinn lé­leg­ur og stóðst ekki kröf­ur. Tví­sýnt var um að hægt væri að halda starf­sem­inni áfram af þeim sök­um. Kristján Guðmunds­son, formaður Íslend­ings, seg­ir að húsið hafi verið rifið fyr­ir tveim­ur árum. Skorra­dals­hrepp­ur hafi styrkt fé­lagið til að byggja nýtt laug­ar­hús. Ákveðið hafi verið end­ur­nýja heita potta og upp­færa laug­ar­svæðið sjálft um leið. Kristján seg­ir að fé­lags­menn hafi lagt fram tölu­verða sjálf­boðavinnu en iðnaðar­menn þó séð um helstu fram­kvæmd­ir.

Bygg­ing laug­ar­húss­ins er fjár­frek fram­kvæmd og hefði ekki verið mögu­leg nema vegna fram­lags Skorra­dals­hrepps. Bygg­ing­in kost­ar um 75-80 millj­ón­ir og auk þess legg­ur fé­lagið sjálft um 10 millj­ón­ir í end­ur­nýj­un úti­svæðis­ins.

Hrepps­laug er mik­il fé­lags­miðstöð á sumr­in fyr­ir íbúa á Hvann­eyri og sveit­anna í kring og fleiri sækja þangað. Hún er opin á kvöld­in í miðri viku en leng­ur um helg­ar.

Fjölmenni var viðstaddur athöfn þegar Hreppslaug var opnuð að nýju …
Fjöl­menni var viðstadd­ur at­höfn þegar Hrepps­laug var opnuð að nýju eft­ir end­ur­bæt­ur og bygg­ingu nýs laug­ar­húss. mbl.is/​Pét­ur Davíðsson
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert