SÍ endurgreiða ferðakostnað í auknum mæli

Margir þurfa að ferðast langar vegalengdir til þess að komast …
Margir þurfa að ferðast langar vegalengdir til þess að komast í blóðskilun. Nú endurgreiða Sjúkratryggingar Íslands 95% af kostnaðinum.

Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands hafa nú ákveðið end­ur­greiða 95% af ferðakostnaði fyr­ir þá sem þurfa að fara í lengri ferðir vegna blóðskil­un­ar­meðferðar.

Nýrna­fé­lag Íslands grein­ir frá þessu í til­kynn­ingu og fagn­ar breyt­ing­un­um. Í fjölda ára hafa þeir nýrna­sjúk­ling­ar sem þurfa að kom­ast í blóðskil­un aðeins fengið 75% af ferðakostnaði end­ur­greidd­an en blóðskil­un er skil­greind sem lífs­bjarg­andi meðferð.

Geta ekki keyrt eft­ir blóðskil­un 

„Blóðskil­un er lífs­bjarg­andi meðferð og gilda regl­urn­ar því um hana. Þetta mun­ar miklu fyr­ir fólk, enda get­ur ekki fólk farið strax að keyra eft­ir slíka meðferð,“ seg­ir Guðrún Barbara Tryggva­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Nýrna­fé­lags­ins. Ferðakostnaður geti þá orðið ansi hár fyr­ir fólk sem fer í blóðskil­un.

Lengri ferðir eru ferðir út fyr­ir sveit­ar­fé­lag þess er þigg­ur meðferðina í yfir 20 kíló­metra fjar­lægð frá heim­kynn­um viðkom­andi en auk þess er skil­yrði að viðkom­andi þjón­usta sé ekki í boði þar.

Vilja akst­ursþjón­ustu á milli sveit­ar­fé­laga fyr­ir fatlað fólk 

„Það er Nýrna­fé­lag­inu mikið ánægju­efni að þessi breyt­ing hafi orðið, enda mjög mik­il­vægt skref fyr­ir fé­lags­menn,“ seg­ir þar. Ef sjúk­ling­ur í lífs­bjarg­andi meðferð get­ur ekki keyrt sjálf­ur og þarf að nýta sér akst­ursþjón­ustu á viðkom­andi einnig rétt á 95% end­ur­greiðslu þess kostnaðar.

Þá skor­ar fé­lagið á Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga að hafa for­göngu um að sveit­ar­fé­lög­in komi sér sam­an um akst­ursþjón­ustu milli sveit­ar­fé­laga fyr­ir fatlað fólk og lang­veikra, sem ekki geta nýtt sér al­menn­ings­sam­göng­ur.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert