Skipar tvo starfshópa fyrir húsnæðismál

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son innviðaráðherra hef­ur skipað tvo starfs­hópa til­einkaða hús­næðismál­um. Ann­ars veg­ar starfs­hóp um hús­næðisstuðning, og hins veg­ar starfs­hóp um end­ur­skoðun húsa­leigu­laga. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá innviðaráðuneyt­inu.

Hóp­arn­ir eiga að vinna að skil­greind­um verk­efn­um í takti við skýrslu starfs­hóps þjóðhags­ráð um aðgerðir og um­bæt­ur á hús­næðismarkaðnum sem kynnt var í maí.

Báðir starfs­hóp­arn­ir eiga að skila til­lög­um sín­um fyr­ir 30. sept­em­ber.

Taka mik­il­væg skref í haust

Starfs­hóp­ur um hús­næðisstuðning á að end­ur­skoða hús­næðis­bæt­ur, vaxta­bæt­ur, sér­stak­an hús­næðisstuðning sveit­ar­fé­laga og skatt­frjálsa ráðstöf­un sér­eigna­sparnaðar. 

Starfs­hóp­ur um end­ur­skoðun húsa­leigu­laga á að end­ur­skoða lög­in „með það að mark­miði að bæta rétt­ar­stöðu og hús­næðis­ör­yggi leigj­enda.“

„Með þess­ari vinnu vilj­um við fylgja eft­ir áhersl­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar í stjórn­arsátt­mál­an­um um aukið hús­næðis­ör­yggi og bætt­an hús­næðisstuðning og á grunni mik­il­vægra til­lagna sem starfs­hóp­ur á veg­um þjóðhags­ráðs kynnti í maí. Við vænt­um þess að taka mik­il­væg skref strax í haust enda mik­il­vægt að taka fast utan um hús­næðismál­in og vinna hratt að um­bót­um,“ er haft eft­ir Sig­urði Inga í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert