Söguleg tímamót fyrir Finnland, Svíþjóð og NATO

Bergdís Ellertsdóttir sendiherra Íslands gagnvart Bandaríkjunum ásamt Doug Jones og …
Bergdís Ellertsdóttir sendiherra Íslands gagnvart Bandaríkjunum ásamt Doug Jones og Fracis J. Holleran í bandaríska utanríkisráðuneytinu. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Ísland hef­ur nú staðfest viðbót­ar­samn­inga um aðild Finn­lands og Svíþjóðar að Atlants­hafs­banda­lag­inu, en Berg­dís Ell­erts­dótt­ir, sendi­herra Íslands í Banda­ríkj­un­um af­henti í dag banda­ríska ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu aðild­ar­skjöl Íslands. 

Alþingi hafði áður samþykkt með þings­álykt­un 7. júní síðastliðinn að heim­ila rík­is­stjórn­inni að staðfesta aðild­ar­samn­ing­ana fyr­ir Íslands hönd þegar þeir lægju fyr­ir. 

Í til­kynn­ingu á vef ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins kem­ur fram að Ísland sé meðal allra fyrstu banda­lags­ríkj­anna til þess að ljúka staðfest­ing­ar­ferl­inu, en viðbót­ar­samn­ing­ar Finna og Svía voru und­ir­ritaðir í höfuðstöðvum Atlants­hafs­banda­lags­ins í Brus­sel í gær­morg­un, hinn 5. júlí.

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að staðfest ein­tök und­ir­ritaðra samn­ings­skjala hafi borist ráðuneyt­inu um há­deg­is­bilið sama dag, og for­seti Íslands hafi und­ir­ritað aðild­ar­skjöl Íslands í há­deg­inu. „Skjöl­un­um var því næst flogið til Banda­ríkj­anna um fimm­leytið í gær með flug­vél Icelanda­ir. Loka­hnykk­ur­inn var svo í dag, um klukk­an níu að staðar­tíma í Washingt­on, þegar sendi­herr­ann af­henti frum­rit aðild­ar­skjala Íslands líkt og stofn­sátt­máli NATO áskil­ur,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

„Und­ir­rit­un viðbót­ar­samn­ing­anna í gær mark­ar sögu­leg tíma­mót fyr­ir Finn­land, Svíþjóð og NATO. Hröð af­greiðsla aðild­ar­um­sókna þess­ara tveggja nor­rænu vinaþjóða er merki um sterka sam­stöðu banda­lags­ríkja og styrk­ir Atlants­hafs­banda­lagið og þau mik­il­vægu gildi sem það hvíl­ir á,“ er haft eft­ir Þór­dísi Kol­brúnu Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur ut­an­rík­is­ráðherra í til­kynn­ing­unni. 

Kan­ada­menn fyrst­ir 

Stjórn­völd í Kan­ada til­kynntu í gær að þau hefðu orðið fyrst til þess að staðfesta viðbót­ar­samn­inga Finn­lands og Svíþjóðar, en Norðmenn og Dan­ir fylgdu þar fast á eft­ir. Í dag munu Bret­ar og Eist­lend­ing­ar einnig staðfesta samn­ing­ana, og er gert ráð fyr­ir að Þjóðverj­ar muni staðfesta þá á morg­un. 

Samþykki allra banda­lags­ríkj­anna 30 er skil­yrði þess að Finn­ar og Sví­ar fái aðild að NATO. Í til­kynn­ingu ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins seg­ir að von­ir standi til að öll banda­lags­rík­in nái að ljúka staðfest­ing­ar­ferl­inu síðar á ár­inu. 

Stjórn­völd í Tyrklandi, sem ein stóðu í vegi fyr­ir því fyrr í vor að hægt yrði að hefja ferlið, hafa hins veg­ar sagt að þau gætu enn ákveðið að staðfesta ekki um­sókn­irn­ar, fari það svo að Finn­ar og Sví­ar fylgi ekki sam­komu­lagi, sem rík­in þrjú und­ir­rituðu á leiðtoga­fundi NATO fyr­ir tveim­ur vik­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert